top of page

Vantar þig hjálp?

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum og leiðbeiningar fyrir valda virkni í kerfinu.

Sendu okkur skilaboð á spjallinu hérna niðri í hægra horninu ef þú finnur ekki lausnina.

Við svörum yfirleitt innan nokkurra mínútna.

 

Þolir erindið enga bið?

Hringdu í síma 847-3520 (Andri).

 • Hvernig stofna ég auglýsingu?
  Til að búa til auglýsingu er hægt að smella á Ný auglýsing efst í mælaborði eða fara í Auglýsingar á hliðarstiku þar sem má einnig finna hnappinn Ný auglýsing. Eftir að smellt hefur verið á Ný auglýsing er hægt að velja hvers konar auglýsingu þú vilt búa til. Í kerfinu er hægt að stofna þrjár gerðir auglýsinga: Hefðbundinn borða Snjallborða Statísk sniðmát
 • Hvað er herferð?
  Með herferðum er búið til birtingaplan fyrir hóp auglýsinga og ákveðið á hvaða tímabili, vikudögum og með hvaða vægi þær eiga að birtast. Með því að hópa auglýsingar saman í herferð er einnig auðveldara að bera saman árangur milli auglýsinga.
 • Hvernig bý ég til herferð?
  Undir Herferðir í hliðarstiku velur þú Ný herferð og gefur herferðinni nafn. Síðan smellir þú á Bæta við auglýsingu og velur þær auglýsingar sem eiga að vera í þessari herferð. Þegar búið er að velja auglýsingar er hægt að stilla: Vægi: Því hærra vægi því hærra verður birtingahlutfall þeirrar auglýsingar í herferðinni. Tímabil: Auglýsing mun aðeins birtast þar til tímabilið endar. Tími dags: Ef þú vilt t.d að auglýsing birtist aðeins fyrir hádegi. Vikudagar: Ef auglýsing á að birtast eingöngu á ákveðnum vikudögum. Fyrir þau sem vilja fá enn meiri virkni og og stjórn yfir herferðum bjóðum við upp á aukapakkann Herferðir+ en hann bætir við: Veðurstillingum: Til að láta láta veðrið stjórna því hvaða auglýsingar birtast. Yfirtöku í herferðum: Þá tekur ein auglýsingu yfir allar birtingar í ákveðinn tíma, hentar vel fyrir tilboð sem gilda í skamman tíma. Tímalínu: Sýnir með sjónrænum hætti hvaða auglýsingar verða í birtingu á hvaða tímapunkti. Gagnast mjög vel fyrir flókin birtingaplön.
 • Hvernig kem ég auglýsingunni/herferðinni minni í birtingu?
  Það eru tvær leiðir til að koma auglýsingu/herferð í birtingu. Kaupa birtingar á þægilegan hátt í Birtingamarkaðnum. Búa til skriftu til að senda á miðla ef þeir eru ekki í Birtingamarkaðnum.
 • Hvað eru skriftur?
  Skriftur gera þér kleift að birta auglýsingarnar/herferðirnar þínar á öðrum miðlum en þeim sem eru í Birtingamarkaðnum. Skriftur þarf að senda til miðla í tölvupósti sem sjá um að koma þeim í birtingu. Eftir að það hefur verið gert er samt sem áður hægt að stjórna auglýsingunum sem eru í skriftum og þannig breyta því sem er í birtingu án þess að hafa aftur samband við miðlinn.
 • Hvernig bý ég til skriftu?
  Undir Skriftur smellir þú á Ný skrifta, gefur henni nafn, velur velur þá stærð sem er í og vistar. Þá bætir þú auglýsingu/um eða herferð/um í skriftuna þína. Þegar öllu hefur verið bætt við getur þú stillt vægi, það er notað til að stjórna því hversu oft auglýsing/herferð birtist í hlutfalli við aðrar auglýsingar/herferðir í skriftunni. Dæmi: Ef tvær auglýsingar hafa báðar vægið 10, þá fá þær hvor um sig 50% af birtingunum. Fyrir þá notendur sem vilja meiri stjórn yfir skriftum bjóðum við upp á aukapakkann Skriftur+ sem gefur möguleika á: Að velja tímabil sem herferð eða auglýsing er gild inn í skriftu. Yfirtöku í skriftu sem leyfir þér að setja innn auglýsingu eða herferð sem tekur yfir allar birtingar í skriftunni á völdu tímabili. Að stjórna birtingum á umhverfismiðlum (skilti og skjáir). Þá þarf alltaf að fylgja varaauglýsing með sem birtist ef skjárinn missir netsamband.
 • Hvernig sendi ég frá mér skriftu?
  Þegar þú hefur bætt öllum auglýsingum/herferðum sem við á í skriftuna smellir þú á punktana þrjá fyrir ofan skriftuna. Þar er smellt á Sækja skriftu og þá hleðst niður textaskrá með skriftunni. Þessi skrá er síðan send í tölvupósti til þeirra miðla sem þú ætlar að láta birta innihald skriftunnar. Þú getur áfram gert breytingar á skriftunni í kerfinu og munu þær breytingar skila sér til miðilsins án þess að þú þurfir að hafa aftur samband.
 • Hvað eru inscreen birtingar?
  Inscreen birting er þegar auglýsinga er að minnsta kosti 50% sjáanleg í 1 sekúndu á skjám notenda. Í Mælaborðinu getur þú séð fjölda inscreen birtinga allra auglýsinga í birtingu. Til að sjá inscreen birtingar fyrir ákveðna auglýsingu er hún valin undir Auglýsingar og smellt á Tölfræði. Þær birtingar sem keyptar eru í Birtingamarkaðnum eru með tryggt 100% inscreen hlutfall.
 • Hvað er smellihlutfall?
  Smellihlutfall er hlutfall (%) þeirra sem smella á auglýsinguna. Í Mælaborðinu getur þú séð heildar-smellihlutfall fyrir allar auglýsingar sem eru í birtingu. Til að sjá smellihlutfall fyrir ákveðna auglýsingu er hún valin undir Auglýsingar og smellt á Tölfræði. Þar er einnig hægt að sjá smelli eftir ákveðnum vörum í auglýsingunni.
 • Hvað er skrunhlutfall?
  Skrunhlutfall er hlutfall (%) þeirra sem skruna (e. scroll) til hliðar í auglýsingu sem hefur þá virkni. Í Mælaborðinu getur þú séð heildar-skrunhlutfall fyrir allar auglýsingar sem eru í birtingu. Til að sjá skrunhlutfall ákveðinnar auglýsingar er hún valin undir Auglýsingar og smellt á Tölfræði.
 • Hvað þýðir impressions og inscreen hlutfall?
  Í hvert sinn sem vafri hleður (e. render) auglýsingu er talin impression. Inscreen hlutfall er hlutfall impressions sem uppfylla skilyrði um inscreen birtingu (50% sjáanleg í a.m.k. 1 sek). Hægt er að fylgjast með fjölda impressions og inscreen hlutfalli í Mælaborðinu.
 • Hvað er BPM?
  BPM sýnir púlsinn á auglýsingu/um og stendur fyrir birtingar á mínútu. Í Mælaborðinu má sjá BPM allra auglýsinga í birtingu. Undir Auglýsingar má einnig sjá BPM fyrir hverja auglýsingu.
 • Hvað er Birtingamarkaðurinn?
  Í Birtingamarkaðnum er hægt að kaupa birtingar hjá fjölda vef- og umhverfismiðla í sjálfsafgreiðslu. Miðlarnir stjórna sínu verði og er það mælt í CPM einingum (1000 birtingar). Helstu kostir Birtingamarkaðsins eru : Minna umstang fyrir auglýsendur Tryggt er að allar þær birtingar sem keyptar eru sjáist (100% inscreen hlutfall). Miðlarnir eru með sterka sérhæfingu gerir auglýsendum kleift að ná til valinna markhópa á hagstæðan hátt. Betri stjórn á tíðni auglýsinga - hægt að kaupa hluta úr plássi og dreifa yfir lengri tíma. Einfaldara bókhald með einum reikningi á mánuði fyrir allar birtingar á öllum miðlum
 • Hvernig kaupi ég birtingar í Birtingamarkaðnum?
  Þú kaupir birtingar í Púls kerfinu. Þú velur þá auglýsingu/herferð sem þú vilt kaupa birtingar fyrir og smellir á Kaupa birtingar, þá birtast þeir miðlar sem hægt að er kaupa birtingar hjá. Nauðsynlegt er að setja inn þær dagsetningar sem þú vilt að auglýsingin/herferðin birtist á en valkvætt er að setja einnig inn fjármagn. Þegar þú hefur valið dagsetningar, miðil og fjármagn ef við þá þá smellir þú á áfram koma þá upplýsingar um dreifingu og birtingu og þú getur stillt eftir þínu höfði. Ef þú hefur sett inn ákveðið fjármagn þá stingur kerfið upp á tillögu út frá heimsóknartölum miðlanna og framboði á plássum á því tímabili sem þú hefur valið. Næst er smellt á áfram og pöntunin staðfest. Þá mun auglýsingin/herferðin þín birtast á viðeigandi tíma og miðlum og getur þú fylgst með árangri hennar í Púls kerfinu.
 • Hvernig get ég selt birtingar í Birtingamarkaðnum?
  Ef þú ert með auglýsingamiðil og vilt skoða möguleikann á að selja birtingar í gegnum Púls þá getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á hallo@pulsmedia.is og við setjum upp fund.

Leiðbeiningar fyrir gagnatengingar

datasource_fb.png
bottom of page