top of page
  • Writer's pictureHalldóra S Halldórsdóttir

Í fyrsta skipti á Íslandi: Auglýsingar á umhverfismiðlum í sjálfsafgreiðslu

Updated: Feb 9


Í Birtingamarkaði Púls hefur fram til þessa verið hægt að kaupa birtingar í sjálfsafgreiðslu á innlendum vefmiðlum. Nú hafa skjástandar frá Skjáauglýsingum einnig bæst við Birtingamarkaðinn. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi þar sem hægt er að kaupa birtingar á umhverfismiðlum í sjálfsafgreiðslu.


Skjáauglýsingar bjóða uppá einstaka umhverfismiðla sem hannaðir eru til að ná til gangandi vegfarenda. Í dag eru yfir 30 skjástandar staðsettir í stærstu og fjölsóttustu íþróttamannvirkjum, sundlaugum og líkamsræktarstöðvum landsins. Um 170 þúsund einstaklingar heimsækja þessa staði í samanlagt 10 milljón skipti á ári. Hægt er að skoða allar staðsetningar og frekari upplýsingar á heimasíðu Skjáauglýsinga.Við hjá Púls tökum vel á móti nýjum viðskiptavinum sem hafa áhuga á Birtingamarkaðnum eða annarri þjónustu sem við bjóðum upp á. Hægt er að senda okkur tölvupóst á hallo@pulsmedia.is eða setja netfangið þitt í formið hér að neðan og við höfum samband.

Halldóra S Halldórsdóttir

Halldóra S. Halldórsdóttir

Verkefnastjóri Púls Media


 

Comments


bottom of page