top of page
  • Writer's pictureAndri Már

Hvort er betra að auglýsa á innlendum vefmiðlum eða samfélagsmiðlum?

Ég fékk leyfi til að sýna ykkur raunverulega herferð og bera saman árangur á nokkrum innlendum vefmiðlum og Meta. Ég fer vandlega yfir málið í myndbandinu hér að neðan.


Snjallborði sem sækir sjálfkrafa bílaauglýsingar af Bland.is
Snjallborði sem sækir sjálfkrafa bílaauglýsingar af Bland.is

Herferðin sem um ræðir er frá fjártæknifyrirtækinu Frágangi og er að kynna samstarf við Bland.is þar sem markmiðið er að auka öryggi í ökutækjaviðskiptum á netinu. Fólk getur þá nýtt markaðstorgið á Bland.is til að selja bílinn sinn og nýtt Frágang (fragangur.is) til að ganga frá viðskiptunum með öruggum hætti, sækja feril ökutækisins, kanna veðbönd, greiða upp lán, undirrita kaupsamning, senda inn eigendaskipti, tryggingaskráningu og hafa milligöngu með greiðslu.


Árangurinn á mismunandi miðlum fer auðvitað eftir því hvað er verið að auglýsa en þetta er eitt dæmi.
Viltu vita meira um hvernig hægt er að nýta Púls kerfið og Snjallborða til að ná betri árangri? Settu netfangið þitt í formið hér að neðan og við höfum samband.

Halldóra S Halldórsdóttir

Andri Már Þórhallsson

Tæknistjóri Púls Media


 

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page