top of page
  • Writer's pictureHelgi Pjetur

Snjallborðar: Uppfærsla

Updated: Aug 24, 2022

Núna í sumar unnum við í Púls að risastórri uppfærslu á Snjallborða-virkninni okkar.


1. Reglur

Viðskiptavinir Púls sem hafa fjárfest í Snjallborða geta nú stýrt með einföldum hætti hvaða vörur birtast í hverri auglýsingu með svokölluðum reglum. Hægt er að sigta út vörur eftir öllum gagnapunktum sem hafa verið tengdir í Púls katalógnum.


Í dæminu hér að neðan er Lind fasteigna sala að auglýsa sérbýliseignir í Reykjavík og nýta Púls-reglurnar "inniheldur eitt eða fleiri af" til að velja 3 tegundir fasteigna og "inniheldur" til að velja hverfi í Reykjavík. Ótrúlega einfalt, en skilvirkt.




2. Breyta vöru (e. override)

Það getur komið fyrir að gögnin sem heimasíðan eða vefþjónustan skilar upp í Púls kerfið henti illa fyrir auglýsingar eins og t.d. í tilfellinu hér að neðan þar sem myndin af eigninni er lítil teikning. Nú er hægt að fara inn í hverja vöru fyrir sig í Púls kerfinu og breyta öllum gagnapunktum sem eiga að birtast í auglýsingum. Hægt er að breyta myndum og öllum textasvæðum.




Bókaðu endilega fund með okkur ef lausnir Púls Media gætu hentað þínu fyrirtæki



Helgi Pjetur

Framkvæmdastjóri Púls Media

s. 664-2222


 

bottom of page