top of page

Púls Media

 

Púls Media sérhæfir sig í snjöllum og sjálfvirkum lausnum á sviði auglýsingatækni. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á öflugan hugbúnað sem skilar betri árangri fyrir auglýsendur. Lausnir Púls Media hafa fjölbreytta virkni og henta fyrir auglýsingar á vef-, samfélags- og umhverfismiðlum. 


Með Púls kerfinu verður framleiðsla, dreifing og stjórn auglýsinga auðveldari og árangursríkari. Kerfið hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og auglýsingastofum. Þar er einnig hægt að kaupa birtingar í sjálfsafgreiðslu hjá fjölda miðla í gegnum Birtingamarkaðinn. 


Hægt er að sjálfvirknivæða framleiðslu og dreifingu enn frekar með snjallborðum Púls Media. Þeir eru lifandi auglýsingar sem tengjast heimasíðu notenda og uppfærast sjálfkrafa í takt við breytingar á upplýsingum um vörur og þjónustu. Snjallborðar spara mikinn tíma og fyrirhöfn og skila betri árangri en hefðbundnir auglýsingaborðar. 
 

Púls Media teymið býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á hönnun, vöruþróun, forritun og auglýsingatækni og vinnur sífellt að því að þróa nýja og spennandi hluti. 

Andri Már Þórhallsson

Andri Már Þórhallsson

Tæknistjóri

Orri Ólafsson

Orri Ólafsson

Forritari

Halldóra S Halldórsdóttir

Halldóra S Halldórsdóttir

Verkefnastjóri

Helgi Pjetur

Helgi Pjetur

Framkvæmdastjóri

Karl Ingi Karlsson

Karl Ingi Karlsson

Hönnuður & forritari

Hafðu samband

Sendu okkur endilega skilaboð og við svörum þér um leið og við getum

Takk fyrir skilaboðin. Vonandi svarar þér einhver innan skamms 😀

bottom of page